Bjóða flóttafólki á völlinn

Sölvi Geir Ottesen fyrirliði Víkings.
Sölvi Geir Ottesen fyrirliði Víkings. mbl.is/Ómar Óskarsson

Víkingur Reykjavík afhenti í gær fulltrúa Rauða krossins á Íslandi ársmiða á heimaleikina hjá meistaraflokksliðum Víkings sem leika í Pepsí Max-deildunum en hjá konunum er sameiginlegt lið Víkings og HK. 

Félagið greindi frá þessu á Twitter og kemur þar fram að Rauði krossinn eigi að koma ársmiðunum til flóttafólks sem hér dvelur. 

Segir jafnframt í tilkynningunni að framtakinu sé ætlað að stuðla að gagnkvæmri aðlögun flóttafólks og heimamanna í íslensku samfélagi. 

mbl.is