Eyjamenn komast ekki í Kópavog

Emil Atlason og félagar í HK taka á móti ÍBV …
Emil Atlason og félagar í HK taka á móti ÍBV á morgun en ekki í kvöld. mbl.is/Hari

HK og ÍBV áttu að mætast í fyrsta leik fjórðu umferðar úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, í Kórnum í kvöld en nú er ljóst að Eyjamenn komast ekki til leiks vegna veðurs.

Leiknum hefur verið frestað um sólarhring og verður hann leikinn í Kórnum á morgun klukkan 18.45.

Þetta verður fyrsta viðureign HK og ÍBV á Íslandsmóti en félögin hafa aldrei áður verið í sömu deild í meistaraflokki karla.

mbl.is