Toppslagur á Skaganum

Skagamenn fá FH-inga í heimsókn.
Skagamenn fá FH-inga í heimsókn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjórða umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu hefst í kvöld með fjórum leikjum. Á Akranesi verður toppslagur þegar Skagamenn fá FH í heimsókn. Bæði lið hafa byrjað mótið vel og eru með sjö stig en ÍA vann góðan útisigur á Val um síðustu helgi og FH lagði KA í Krikanum.

Á Akureyri fær KA lið Breiðabliks í heimsókn. Blikarnir tróna í toppsætinu á markatölu en KA-menn eru í sjöunda sætinu með þrjú stig.

Í Kórnum verður botnslagur þegar nýliðar HK og ÍBV eigast við en bæði lið hafa aðeins náð í eitt stig í fyrstu leikjunum.

Víkingur og Stjarnan eigast við í á Eimskipsvellinum í Laugardalnum. Stjörnumenn eru í sjötta sætinu með fimm stig en Víkingar hafa tvö stig í áttunda sæti.

Umferðinni lýkur annað kvöld en þá sækir KR lið Grindavíkur heim og Íslandsmeistarar Vals fara í Árbæinn og mæta þar Fylkismönnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »