Skýr skilaboð úr Árbænum

Þórdís Elva Ágústsdóttir úr Fylki í leiknum á móti KR.
Þórdís Elva Ágústsdóttir úr Fylki í leiknum á móti KR. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nýliðar Fylkis geta verið ánægðir með byrjun sína á Íslandsmóti kvenna í fótbolta því eftir þrjár umferðir er Árbæjarliðið komið með sex dýrmæt stig í vasann.

Ljóst var fyrirfram að baráttan í neðri hluta deildarinnar yrði hörð og tvísýn og Fylkiskonur hafa þegar sent keppinautunum skýr skilaboð um að þær ætli ekki að taka þátt í fallbaráttu í ár. Þær unnu KR 2:1 á mánudaginn, höfðu áður unnið heimaleik gegn Keflavík með sömu markatölu og hafa því hirt sex stig á heimavellinum sem eflaust verður liðinu áfram drjúgur.

Fimm leikir í fyrstu þremur umferðunum hafa endað með 1:0 sigri annars liðsins og sjö alls með eins marks mun. Það segir sitt um hversu jöfn deildin er í ár og í raun er merkilegt að ekkert jafntefli skuli enn hafa litið dagsins ljós.

Valur þurfti að hafa mikið fyrir því að vinna ungt og efnilegt lið Stjörnunnar 1:0 í fyrrakvöld en eins og búast mátti við eru Valur og Breiðablik búin að koma sér fyrir á toppnum og eru einu liðin sem hafa ekki tapað stigum.

Sjá greinina í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag en þar er jafnframt birt úrvalslið 3. umferðar, valinn besti leikmaður umferðarinnar og besti ungi leikmaður umferðarinnar ásamt fleiru um deildina.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »