Söguleg viðureign í Kórnum

Ólafur Ingi Skúlason og samherjar í Fylki fá Íslandsmeistarana í …
Ólafur Ingi Skúlason og samherjar í Fylki fá Íslandsmeistarana í heimsókn en KR-ingar heimsækja Grindvíkinga. mbl.is/Ómar Óskarsson

Síðari þrír leikirnir í fjórðu umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta verða leiknir í kvöld og þar verður fyrst flautað til leiks í Kórnum hjá HK og ÍBV, klukkan 18.45. Sá leikur átti að fara fram í gær en var frestað um sólarhring þar sem Eyjamenn komust ekki í land.

Liðin tvö sitja sem stendur í tveimur neðstu sætunum með eitt stig eftir þrjá leiki. HK og ÍBV hafa aldrei áður mæst á Íslandsmóti í meistaraflokki karla og því er um sögulega viðureign að ræða.

Íslandsmeistarar Vals sem sitja með ÍBV og HK á botni deildarinnar með eitt stig fara í Árbæinn og mæta taplausum Fylkismönnum. Þeir appelsínugulu sýndu mikla seiglu með því að jafna í lokin gegn KR á sunnudaginn og ljóst er að Ólafur Jóhannesson og hans menn þurfa að hafa mikið fyrir hlutunum þar.

Grindvíkingar, sem eru án sigurs en með tvö stig, taka á móti taplausum KR-ingum, sem líka hafa gert tvö jafntefli, og spila því sinn þriðja heimaleik í fyrstu fjórum umferðunum. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert