Þórdís Hrönn lánuð til Þórs/KA

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir í leik með Stjörnunni í fyrra.
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir í leik með Stjörnunni í fyrra. mbl.is/Hari

Þór/KA er að fá mikinn liðsstyrk í Pepsí Max deild kvenna í knattspyrnu því Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er á leið til Akureyringa frá Svíþjóð. 

Þórdís Hrönn lék með Stjörnunni í fyrra og Breiðabliki áður. Hún samdi í vetur við Kristianstad í Svíþjóð og er félagsbundin sænska félaginu. 

Kristianstad lánar Þórdísi til Þórs/KA í tvo mánuði og ætti því að ná slatta af leikjum með liðinu. Þórdís er orðin lögleg með liðinu samkvæmt tilkynningu Þórs/KA. 

mbl.is