Tvíburarnir í sama liði

Brynjar Jónasson til hægri fagnar með HK þegar liðið vann ...
Brynjar Jónasson til hægri fagnar með HK þegar liðið vann sig uppí úrvalsdeildina síðasta haust. mbl.is/Árni Sæberg

HK, nýliðarnir í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, hafa bætt við sig leikmanni fyrir átökin í sumar en hann hittir fyrir hjá HK tvíburabróður sinn.

Leikmaðurinn er varnarmaðurinn Andri Jónasson sem hefur leikið með ÍR undanfarin fjögur ár en skipti yfir til Þróttar í Reykjavík í vetur. 

Fyrir hjá HK er tvíburabróðir hans Brynjar Jónasson en þeir koma upphaflega úr FH og hófu meistaraflokksferilinn saman með Fjarðabyggð þar sem þeir spiluðu saman árið 2014.

mbl.is