Nákvæmlega eins og 2012

Bjarki Steinn Bjarkason (t.h.) skoraði tvö glæsimörk gegn FH.
Bjarki Steinn Bjarkason (t.h.) skoraði tvö glæsimörk gegn FH. mbl.is/Kristinn Magnússon

Akranes stendur svo sannarlega undir nafni sem knattspyrnubær þessa dagana. Gamla stórveldið sem hefur 18 sinnum orðið Íslandsmeistari og 9 sinnum bikarmeistari komst á topp úrvalsdeildar karla í fjórðu umferðinni með sannfærandi sigri á FH, 2:0, og er þar með 10 stig eins og Breiðablik sem vann KA 1:0 á Akureyri.

Skagamenn koma mjög ferskir inn í deildina sem nýliðar. Of snemmt er að spá um hvort þeir blandi sér í baráttuna um meistaratitilinn en síðast var ÍA á toppnum um svipað leyti árið 2012.

Þá voru Skagamenn líka nýliðar í deildinni, fengu fljúgandi start og voru taplausir á toppnum frá þriðju og fram í sjöttu umferð. Eftir það hallaði heldur undan fæti og ÍA hafnaði að lokum í sjötta sætinu.

Það verður fróðlegt að sjá hvort lið ÍA í dag, undir styrkri stjórn Jóhannesar Karls Guðjónssonar, sé tilbúið til að fara lengra í ár.

Sjá greinina í heild í Morgunblaðinu í dag þar sem birt er úrvalslið 4. umferðar, valinn besti leikmaður og besti ungi leikmaður umferðarinnar.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »