Nákvæmlega eins og 2012

Bjarki Steinn Bjarkason (t.h.) skoraði tvö glæsimörk gegn FH.
Bjarki Steinn Bjarkason (t.h.) skoraði tvö glæsimörk gegn FH. mbl.is/Kristinn Magnússon

Akranes stendur svo sannarlega undir nafni sem knattspyrnubær þessa dagana. Gamla stórveldið sem hefur 18 sinnum orðið Íslandsmeistari og 9 sinnum bikarmeistari komst á topp úrvalsdeildar karla í fjórðu umferðinni með sannfærandi sigri á FH, 2:0, og er þar með 10 stig eins og Breiðablik sem vann KA 1:0 á Akureyri.

Skagamenn koma mjög ferskir inn í deildina sem nýliðar. Of snemmt er að spá um hvort þeir blandi sér í baráttuna um meistaratitilinn en síðast var ÍA á toppnum um svipað leyti árið 2012.

Þá voru Skagamenn líka nýliðar í deildinni, fengu fljúgandi start og voru taplausir á toppnum frá þriðju og fram í sjöttu umferð. Eftir það hallaði heldur undan fæti og ÍA hafnaði að lokum í sjötta sætinu.

Það verður fróðlegt að sjá hvort lið ÍA í dag, undir styrkri stjórn Jóhannesar Karls Guðjónssonar, sé tilbúið til að fara lengra í ár.

Sjá greinina í heild í Morgunblaðinu í dag þar sem birt er úrvalslið 4. umferðar, valinn besti leikmaður og besti ungi leikmaður umferðarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert