Tvö færeysk mörk í sigri FH

Guðmundur Kristjánsson til varnar gegn Andra Adolphssyni í Kaplakrika í …
Guðmundur Kristjánsson til varnar gegn Andra Adolphssyni í Kaplakrika í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

FH hafði betur gegn Val í fimm marka leik 3:2 í 5. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsí Max deildinni, í Hafnarfirði í kvöld. FH er með 10 stig í 3. sæti en Valur í 9. sæti með 4 stig. 

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, á afmæli í dag og fékk ljúfa afmælisgjöf frá sínum mönnum: sigur á Íslandsmeisturunum. 

Staðan að loknum fyrri hálfleik var 1:0 fyrir FH. Mark Brands Olsen úr vítaspyrnu á 34. mínútu skildi þá liðin að. Víti var dæmd á Orra Sigurð fyrir að ýta á bak Björns Daníels. 

Í síðari hálfleik var öllu meira fjör en þá komu fjögur mörk. Miðvörðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson kom boltanum yfir marklínuna á 68. mínútu eftir hornspyrnu Ólafs Karls og mistök Vignis markvarðar. 

Steven Lennon kom inn á sem varamaður og skoraði skömmu síðar. Tók boltann á lofti eftir horn frá Brandi og boltinn fór neðst í vinstra hornið. 

Aðeins þremur mínútum síðar eða á 79. mínútu skoraði Ólafur Karl Finsen laglegt skallamark eftir hornspyrnu Einars Karls. Þrjú mörk komu því eftir hornspyrnur í kvöld. 

Sigurmarkið kom á 87. mínútu og þá potaði Jákub Thomsen boltanum í netið úr markteignum eftir skottilraun frá Lennon. 

Valsmenn misstu tvo fastamenn af velli í kvöld vegna meiðsla, Hauk Pál Sigurðssonar og Eið Aron Sigurbjörnsson. Spurning hvaða áhrif það hefur á framhaldið en meistararnir hafa nú þegar tapað þremur leikjum í deildinni. 

FH 3:2 Valur opna loka
90. mín. Valur fær hornspyrnu Frá vinstri
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert