Við eigum eftir að stíga upp úr þessu

Arnór Gauti Ragnarsson í leik með Fylki.
Arnór Gauti Ragnarsson í leik með Fylki. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

„Þeir náðu að spila sig vel í gegnum okkur og enn og aftur voru föst leikatriði að valda okkur usla," sagði Arnór Gauti Ragnarsson, leikmaður Fylkis, í samtali við mbl.is eftir 0:1-tap fyrir Grindavík í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í kvöld. 

Fylkismenn sköpuðu sér varla færi í öllum leiknum og hafði Vladan Djogatovic það náðugt í markinu hjá Grindavík.  

„Þetta var virkilega þungt. Þetta var ekki erfiður dagur á skrifstofunni hjá markmanninum þeirra og það vantaði mikið hjá okkur í dag, bæði í vörn og sókn. Við mættum ekki nógu vel stefndir í þennan leik."

Þrátt fyrir tvö töp í röð hefur Arnór ekki áhyggjur af gangi mála hjá Fylki. „Alls ekki. Við eigum eftir að stíga upp úr þessu, það er ekki spurning," sagði Arnór. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert