Var orðin smá óþreyjufull

Renae Cuéllar skoraði fyrsta mark Stjörnunnar.
Renae Cuéllar skoraði fyrsta mark Stjörnunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta var mjög góður sigur fyrir okkur sem lið. Við höfum byrjað vel og liðsframmistaðan er búin að vera mjög góð," sagði mexíkóska landsliðskonan Renae Cuéllar í samtali við mbl.is eftir 3:1-sigur Stjörnunnar á Fylki í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í kvöld.

Cuéllar skoraði fyrsta mark Stjörnunnar og var það hennar fyrsta mark hér á landi. Húns egir leikinn í kvöld hafa verið þann besta á tímabilinu til þessa, en Stjarnan var með sex stig eftir tvo 1:0-heimasigra. 

„Þetta var okkar besti leikur á tímabilinu til þessa. Þetta small hjá okkur í dag. Við höfum lagt mikið á okkur á æfingum og sérstaklega í sóknarleiknum. Það var gott að ná að nýta eitt færi í dag," sagði Cuéllar, áður en hún viðurkenndi að biðin eftir fyrsta markinu var erfið. 

„Ég var orðin smá óþreyjufull en ég reyndi að vera þolinmóð. Ég reyndi að líta á björtu hliðarnar og halda áfram að skjóta þótt ég væri ekki að nýta færin. Ég vildi halda áfram að taka áhættur."

Fjölskylda Cuéllar var mætt til að styðja hana áfram og hélt hún á ungum syni sínum á meðan á viðtalinu stóð. 

„Mamma mín flutti með mér og eiginmaður minn og pabbi voru að koma. Það var gaman að sjá alla hérna. Það var sérstaklega sætt að sonur minn sá mig skora fyrsta markið mitt í þessari deild," sagði Cuéllar hæstánægð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert