Versta byrjunin í 17 ár

Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals og aðstoðarmaður hans, Sigurbjörn Hreiðarsson.
Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals og aðstoðarmaður hans, Sigurbjörn Hreiðarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Byrjun Valsmanna á Íslandsmóti karla í fótbolta er orðin að verstu byrjun ríkjandi Íslandsmeistara í sautján ár.

Eftir ósigur gegn FH í bráðfjörugum leik í Kaplakrika í fyrrakvöld, 3:2, situr Hlíðarendaliðið eftir með aðeins fjögur stig að loknum fimm fyrstu umferðunum og er í níunda sæti deildarinnar.

Það þarf að fara allt aftur til ársins 2002 til að finna verri byrjun ríkjandi meistara í deildinni. Eins merkilegt og það er þá átti núverandi topplið deildarinnar, ÍA, þá í hlut. Skagamenn urðu meistarar í átjánda skipti árið 2001 en þeir fóru afar illa af stað vorið eftir. Að fimm umferðum loknum sátu þeir á botni deildarinnar með aðeins 2 stig. Þeim tókst að klifra upp í miðja deild um mitt mót og enda að lokum í fimmta sæti en áttu aldrei möguleika á að verja meistaratitilinn.

Skagamenn halda hinsvegar sínu striki, unnu Breiðablik 1:0 í Kópavogi og eru áfram í nákvæmlega sömu stöðu og árið 2012. Þá voru þeir líka efstir að loknum fimm umferðum með 13 stig og með þriggja stiga forskot á næstu tvö lið sem þá voru KR og FH.

Sjá alla greinina, lið 5. umferðar í Pepsi Max-deild karla, besta leikmann umferðarinnar og besta unga leikmann umferðarinnar á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert