Aron Einar gefur Þórsurum væntingar

Aron Einar Gunnarsson hefur kvatt Cardiff og er genginn í …
Aron Einar Gunnarsson hefur kvatt Cardiff og er genginn í raðir Al Arabi í Katar. AFP

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, segir að læknisskoðun sín hjá Al Arabi í Katar hafi gengið vel og að hann mæti í góðu ástandi til Íslands á sunnudag til undirbúnings fyrir leikina mikilvægu við Albaníu og Tyrkland í undankeppni EM.

Aron minnist stuttlega á læknisskoðunina á Twitter og hefur „aldrei verið betri“, eins og hann orðar það. Aron var enda í byrjunarliði Cardiff í ellefu síðustu leikjum liðsins á nýafstöðnu tímabili á Englandi, hans síðasta áður en hann gengur formlega í raðir Al Arabi.

Aron er mikill Þórsari og bendir fylgjendum sínum á nýtt stuðningsmannalag Þórs úr smiðju rapparans KÁ/AKÁ og það er á þessum þrítuga miðjumanni að skilja að ekki sé loku fyrir það skotið að hann spili fyrir Þór áður en ferlinum lýkur. „Er ekki frá því að ég verði að taka síðasta árið þar sem maður á heima,“ skrifar Aron.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert