Kristján Ómar hættur með Hauka

Kristján Ómar Björnsson, lengst til vinstri á mynd, eftir undirskrift …
Kristján Ómar Björnsson, lengst til vinstri á mynd, eftir undirskrift samninga við leikmennina Frans Sigurðsson og Sean De Silva. Ljósmynd/Hulda Margrét

Kristján Ómar Björnsson er hættur sem þjálfari meistaraflokks karla í fótbolta hjá Haukum að eigin ósk. Síðasti leikur liðsins undir hans stjórn var því 4:2-tap gegn Þrótti í 1. deild í gærkvöld.

Kristján Ómar, sem er Haukamaður í húð og hár, tók við liði Hauka haustið 2017. Undir hans stjórn varð liðið í 8. sæti í 1. deildinni í fyrra. Liðið hefur gert tvö jafntefli og tapað tveimur leikjum í fyrstu fjórum umferðunum í deildinni í sumar.

Hilmar Trausti Arnarson hættir jafnframt sem aðstoðarþjálfari, sem og Hólmsteinn Gauti Sigurðsson sem verið hefur markmannsþjálfari. Búi Vilhjálmur Guðmundsson, þjálfari Knattspyrnufélagsins Ásvöllum sem er varalið Hauka, tekur tímabundið við þjálfun Haukaliðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert