Yfirlýsing frá KR-ingum

KR-ingar fagna marki í sumar.
KR-ingar fagna marki í sumar. mbl.is/Hari

Stjórn knattspyrnudeildar KR hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið harmar ummæli sem Björgvin Stefánsson, leikmaður KR, lét falla í gærkvöld um leikmann Þróttar Reykjavík.

Björg­vin, sem er fyrr­ver­andi leikmaður Hauka, var ann­ar tveggja sem lýstu leikn­um á youtube-r­ás Hauka. Um miðbik fyrri hálfleiks, þegar upp úr sauð á milli leik­manna, sem endaði með því að Arn­ar Aðal­geirs­son úr Hauk­um og Archange Nkumu úr Þrótti fengu gult spjald, sagði hann eft­ir­far­andi:

 „Þetta er það sem ég er alltaf að segja. Það er svo stutt í villi­mann­seðlið hjá svarta mann­in­um,“ en Nkumu, sem lék í fjög­ur ár með KA áður en hann kom til Þrótt­ar í vet­ur, er dökk­ur á hör­und.

Yfirlýsing knattspyrnudeildar KR:

„Stjórn Knattspyrnudeildar KR harmar ummæli, sem Björgvin Stefánsson, leikmaður KR, lét falla í gærkvöld um leikmann Þróttar, er hann lýsti leik þeirra og Hauka í Inkasso-deildinni. Björgvin hefur beðist afsökunar og lýst því sjálfur að hann hafi gerst sekur um hrapallegt dómgreindarleysi. Ummæli eins og um ræðir eiga ekki erindi í umræðu um íslenskan fótbolta frekar en annars staðar.“

mbl.is