Alexander skaut KF á toppinn

Alexander Már Þorláksson skoraði sigurmarkið.
Alexander Már Þorláksson skoraði sigurmarkið. Ljósmynd/Facebook-síða KF

Alexander Már Þorláksson skoraði sigurmark KF í 1:0-útisigri á Skallagrími í 4. umferð 2. deildar karla í fótbolta í dag. 

Með sigrinum fór KF upp í toppsæti deildarinnar. KF er nú með tíu stig, eins og Kórdrengir. Bæði lið eru búin að fá þrjú mörk á sig en KF er búið að skora tíu mörk og Kórdrengir níu. 

Á Hornafirði skildu Sindri og Augnablik jöfn, 0:0. Augnablik er með fimm stig í sjötta sæti og Sindri í níunda sæti með fjögur stig. 

Staðan:

  1. KF 10
  2. Kórdrengir 10
  3. KV 9
  4. Álftanes 7
  5. Vængir Júpíters 6
  6. Augnablik 5
  7. Reynir S. 5
  8. Höttur/Huginn 4
  9. Sindri 4
  10. Einherji 3
  11. Skallagrímur 3
  12. KH 1
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert