Allt jafnt í Kórnum

René Joensen og Hörður Árnason í baráttu um boltann í ...
René Joensen og Hörður Árnason í baráttu um boltann í Kórnum í dag. mbl.is/Árni Sæberg

HK og Grindavík gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik 6. umferðar í Pepsi-Max deild karla í knattspyrnu í Kórnum í dag. Grindavík er eftir leik í sjötta sæti með níu stig en HK í níunda sæti með fimm stig.

Fyrri hálfleikur var með rólegra móti. Liðin skiptist á að reyna að sækja en gestirnir lágu til baka og reyndu að beita skyndisóknum.

Heimamenn komust líklega næst því að skora þegar Kári Pétursson sólaði tvo Grindvíkinga inni í vítateignum og skaut rétt framhjá markinu. René Joensen var atkvæðamestur gestanna í fyrri hálfleik en þeir náðu ekki að skapa sér dauðafæri og staðan 0:0 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Heimamenn voru töluvert sterkari aðilinn í seinni hálfleik og var Ásgeir Marteinsson tvívegis nálægt því að koma boltanum í markið. Það tókst honum hins vegar ekki, frekar en öðrum leikmönnum, og markalaust jafntefli niðurstaðan.

Uppfærist sjálfkrafa meðan leikur er í gangi

Allar lýsingar í beinni

HK 0:0 Grindavík opna loka
90. mín. Leik lokið 0:0-jafntefli niðurstaðan.
mbl.is