„Þetta verður veisla“

Aron Einar Gunnarsson og N’Golo Kanté verða á ferðinni með …
Aron Einar Gunnarsson og N’Golo Kanté verða á ferðinni með Íslandi og Frakklandi 8. og 11. júní og báðir mæta þeir Tyrkjum. AFP

„Gekk annars vel hér úti og flaug í gegn. Aldrei verið betri, til Íslands á sunnudag og þá byrjar undirbúningur fyrir stóru leikina í sumar. Þetta verður veisla.“

Þannig hljóðuðu skilaboð landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar á Twitter í fyrrakvöld en hann hefur síðustu dagana dvalið hjá sínu nýja félagi í Katar, Al-Arabi, þar sem hann verður formlega leikmaður í sumar undir stjórn Heimis Hallgrímssonar.

Veislan sem Aron vísar til er að sjálfsögðu landsleikjatvennan á Laugardalsvelli 8. og 11. júní. Þar leikur Ísland sannkallaða lykilleiki í undankeppni EM 2020. Fyrst gegn Albaníu laugardaginn 8. júní, þar sem spilað er á óvenjulegum tíma, klukkan 13, og svo gegn Tyrklandi á þriðjudagskvöldið 11. júní þar sem um hefðbundinn leiktíma er að ræða, klukkan 18.45.

Frá því Ísland vann Andorra 2:0 og tapaði 4:0 fyrir Frakklandi í París í fyrstu tveimur umferðum undankeppninnar í lok mars hefur Erik Hamrén landsliðsþjálfari fylgst með sínum mönnum. Hann hefur af og til sést á meðal áhorfenda á leikjum félagsliðanna þeirra og nú styttist í að hann tilkynni hópinn fyrir leikina mikilvægu.

Sjá grein Víðis Sigurðssonar um EM 2020 í heild á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag. Veislan sem Aron vísar til er að sjálfsögðu landsleikjatvennan á Laugardalsvelli 8. og 11. júní, gegn Albaníu og Tyrklandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »