„Þetta verður veisla“

Aron Einar Gunnarsson og N’Golo Kanté verða á ferðinni með ...
Aron Einar Gunnarsson og N’Golo Kanté verða á ferðinni með Íslandi og Frakklandi 8. og 11. júní og báðir mæta þeir Tyrkjum. AFP

„Gekk annars vel hér úti og flaug í gegn. Aldrei verið betri, til Íslands á sunnudag og þá byrjar undirbúningur fyrir stóru leikina í sumar. Þetta verður veisla.“

Þannig hljóðuðu skilaboð landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar á Twitter í fyrrakvöld en hann hefur síðustu dagana dvalið hjá sínu nýja félagi í Katar, Al-Arabi, þar sem hann verður formlega leikmaður í sumar undir stjórn Heimis Hallgrímssonar.

Veislan sem Aron vísar til er að sjálfsögðu landsleikjatvennan á Laugardalsvelli 8. og 11. júní. Þar leikur Ísland sannkallaða lykilleiki í undankeppni EM 2020. Fyrst gegn Albaníu laugardaginn 8. júní, þar sem spilað er á óvenjulegum tíma, klukkan 13, og svo gegn Tyrklandi á þriðjudagskvöldið 11. júní þar sem um hefðbundinn leiktíma er að ræða, klukkan 18.45.

Frá því Ísland vann Andorra 2:0 og tapaði 4:0 fyrir Frakklandi í París í fyrstu tveimur umferðum undankeppninnar í lok mars hefur Erik Hamrén landsliðsþjálfari fylgst með sínum mönnum. Hann hefur af og til sést á meðal áhorfenda á leikjum félagsliðanna þeirra og nú styttist í að hann tilkynni hópinn fyrir leikina mikilvægu.

Sjá grein Víðis Sigurðssonar um EM 2020 í heild á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag. Veislan sem Aron vísar til er að sjálfsögðu landsleikjatvennan á Laugardalsvelli 8. og 11. júní, gegn Albaníu og Tyrklandi.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »