Markmenn í aðalhlutverki í hörkuleik í Árbænum

Frá leik Fylkis og FH í kvöld.
Frá leik Fylkis og FH í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fylkir og FH gerðu 2:2 jafntefli í fjörugum leik í Pepsi max deild karla á Wurth-velinum í kvöld. Leikurinn var opinn og mikið um færi á báða bóga. Fylkismenn tóku forystuna með glæsilegu marki frá Kolbeini Finnssyni. Hjörtur Logi jafnaði svo leikinn skömmu síðar og staðan var 1:1 í hálfeik.

Í síðari hálfleik hélt fjörið áfram. Fylkismenn komust yfir og var þar á ferðinni Helgi Valur Daníelsson með baráttumark eftir hornspyrnu. En skömmu síðar jafnaði FH aftur með marki Brands Olsen. Eftir jöfnunarmarkið fengu bæði lið mörg færi til að stela stigunum þremur en markmenn beggja liða áttu góðan leik og björguðu hvoru liðinu fyrir sig.

Fylkir 2:2 FH opna loka
90. mín. Þremur mínútum bætt við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert