„Hvaða grín er þessi aganefnd?“

Björgvin Stefánsson gæti verið á leið í fimm leikja bann …
Björgvin Stefánsson gæti verið á leið í fimm leikja bann fyrir rasísk ummæli. mbl.is/Árni Sæberg

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur ekki ennþá komist að niðurstöðu í máli Björgvins Stefánssonar, framherja KR, sem lét ósæmileg ummæli falla í lýsingu á leik Hauka og Þróttar í 1. deild karla á dögunum.

„Þetta er það sem ég er alltaf að segja. Það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum,“ sagði Björgvin í beinni útsendingu á Haukar TV og átti þar við leikmann Archange Nkumu. Tæpar tvær vikur eru síðan atvikið átti sér stað og til stóð að dæmt yrði í málinu í dag.

KSÍ hefur hins vegar frestað því að dæma í málinu en aga- og úrskurðarnefnd KSÍ gaf það út á dögunum að enn væri verið að safna gögnum í málinu. Þórarinn Jónas Ásgeirsson situr í stjórn knattspyrnudeildar Hauka en hann birti áhugaverða færslu á Twitter-síðu sinni í dag.

Hvaða andskotans grín er þessi aganefnd? Takið bara helvítis ákvörðun. Hvaða helvítis vinnubrögð er að láta þetta hanga yfir mönnum svo vikum skiptir. Búnir að skýla sér bak við eitthverja afsökun um að safna gögnum en hafa samt ekki óskað eftir neinu frá Haukum að minnsta kosti,“ sagði Þórarinn á Twitter en hann og Björgvin eru góðir vinir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert