Enn ekki uppselt á leikinn í dag

Það er enn hægt að tryggja sér miða á Ísland …
Það er enn hægt að tryggja sér miða á Ísland - Albanía. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enn eru til miðar á leik Íslands og Albaníu í undankeppni EM karla í fótbolta 2020, þrátt fyrir að leikurinn hefst eftir tvo og hálfan tíma þegar fréttin er skrifuð.

Um þúsund miðar eru enn óseldir og lítur út fyrir A-landslið karla nái ekki að fylla Laugardalsvöllinn í fyrsta skipti í nokkurn tíma. Í undankeppni HM 2018 seldust miðar oftast upp á örfáum mínútum. 

Svipaða sögu er að segja um miðasöluna fyrir leikinn við Tyrkland þann 11. júní. „Áhugi er sam­kvæmt úr­slit­um og auðvitað vilj­um við fylla völl­inn og hafa alla með okk­ur í liði. En það er und­ir okk­ur komið.

Það væri frá­bært að fá full­an völl og stemn­ing­una sem hef­ur skilað okk­ur þess­um ár­angri. Við þurf­um á fólk­inu að halda með okk­ur í liði. Þegar við stönd­um sam­an þá ger­ast óvænt­ir hlut­ir,“ sagði Aron Ein­ar Gunnarsson á fréttamannafundi í vikunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert