Hefði ekki átt að vera svona heitur

Birkir fagnar sigrinum í leikslok.
Birkir fagnar sigrinum í leikslok. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég fékk í hnéð á móti Albaníu og var tæpur en það er frábært að ég hafi verið klár,“ sagði Birkir Bjarnason, landliðsmaður í fótbolta, eftir góðan 2:1-sigur á Tyrklandi í undankeppni EM í kvöld. 

Birkir æfði ekki mikið í gær, en var klár í slaginn í kvöld og spilaði mjög vel. „Við erum yfirleitt allir sterkir á móti Tyrkjum og við vorum það aftur í dag. Það er magnað að ná í sex stig í þessum landsleikjum,“ sagði Birkir en Ísland vann 2:1-sigur á Albaníu á laugardag. 

Birkir segir sérstaklega sætt að ná í sex stig úr tveimur leikjum, þar sem margir voru búnir að afskrifa liðið að undanförnu. 

„Það eru mjög margir búnir að reyna að afskrifa okkur, en við vildum sýna að við erum enn þá hérna. Það er mjög mikill metnaður í liðinu og við sýndum það í fyrri hálfleik. Það er frábært að ná að vinna þennan leik.“

Birkir fékk gult spjald í leiknum og er kominn í eins leiks bann. Hann missir af leiknum við Moldóvu í haust. Ég hefði kannski ekki átt að vera svona heitur í þessu einvígi, en svona er þetta stundum," sagði Birkir. 

Birkir Bjarnason átti góðan leik.
Birkir Bjarnason átti góðan leik. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is