Lagt til að Cloé öðlist íslenskan ríkisborgararétt

Cloé Lacasse hefur öðlast íslenskan ríkisborgarétt.
Cloé Lacasse hefur öðlast íslenskan ríkisborgarétt. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson

Allsherjar- og menntamálanefnd alþingis leggur til að kanadíska knattspyrnukonan Cloé Lacasse, sem er að spila sína fimmtu leiktíð með ÍBV, öðlist íslenskan ríkisborgararétt.

Vonir standa til að alþingi samþykki tillögu allsherjar-og menntamálanefndar fyrir þinglok og verði sú raunin verður Cloé Lacasse gjaldgeng í íslenska landsliðið.

Cloé er 25 ára gömul og er annar markahæsti leikmaður ÍBV í efstu deild frá upphafi með 50 mörk. Hún varð efst í einkunnagjöf Morgunblaðsins í fyrra og er í efsta sæti í M-gjöfinni í ár.

Cloé er annar markahæsti leikmaðurinn í Pepsi Max-deildinni, hefur skorað 7 mörk í sex leikjum ÍBV í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert