Gunnar yfirgefur Þróttara

Gunnar Gunnarsson hefur rift samningi sínum við Þróttara.
Gunnar Gunnarsson hefur rift samningi sínum við Þróttara. Ljósmynd/Trottur.is

Knattspyrnumaðurinn Gunnar Gunnarsson hefur yfirgefið Þrótt Reykjavík en þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í dag. Gunnar kom til Þróttar frá Haukum síðasta vetur þegar Gunnlaugur Jónsson var þjálfari liðsins.

Gunnar hefur ekkert komið við sögu í liði Þróttara síðan Þórhallur Siggeirsson tók við liðinu af Gunnlaugi og var Gunnari meðal annars meinað að æfa með Þrótturum. Gunnar lék 21 leik með Haukum í deild og bikar, síðasta sumar, þar sem hann skoraði fjögur mörk.

Varnarmanninum er því frjálst að semja við annað lið þegar félagaskiptaglugginn opnar 1. júlí næstkomandi.

Yfirlýsing Þróttar: 
Knattspyrnudeild Þróttar og Gunnar Gunnarsson hafa náð samkomulagi um riftun samnings aðila á milli. 

Með undirritun samkomulagsins er Gunnari frjálst að eiga í viðræðum við önnur félög með félagaskipti í huga þegar nýtt félagaskiptatímabil opnar 1. júlí. 

Gunnari er þakkað hans framlag til Þróttar og er honum óskað góðs gengis á nýjum vettvangi um ókomna tíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert