KR lagði ÍA og náði efsta sætinu

Pálmi Rafn Pálmason kemur KR í 1:0 í dag.
Pálmi Rafn Pálmason kemur KR í 1:0 í dag. Ljósmynd/Sigurður Elvar Þórólfsson

Vesturbæingar mættu skipulagðir og viðbúnir á Skipaskaga í dag, sem dugði til 3:1-sigurs KR á ÍA og með honum efsta sætis efstu deildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildinni. Þar með hafa Skagamenn tapað tveimur leikjum í röð.

Skagamenn voru ákveðnari í byrjun en KR-ingar voru því viðbúnir, biðu eftir að ná í sínar sóknir og það gekk. Skilaði síðan marki á 15. mínútu þegar Pálmi Rafn Pálmason skoraði af öryggi úr víti eftir að brotið var á Kristni Jónssyni bakverði, sem hafði rokið upp vinstri kantinn. Óskar Örn Hauksson bætti síðan um betur með hnitmiðuðu skoti á 23. mínútu í vinstra hornið, en þetta var hans þriðja tilraun með hægri fæti.  

Síðari hálfleikur hófst á svipaðan hátt og sá fyrri nema hvað þótt Skagamenn væru meira með boltann gekk þeim illa að komast framhjá miðjuleikmönnum KR svo fátt var um færi. Þar kom að Óskar Örn lagði upp mark fyrir Tobias Thomsen á 80. mínútu. Aðeins þremur mínútum síðar minnkaði Viktor Jónsson muninn með glæsilegu skallamarki.

Skagamenn byrjuðu vissulega með látum og fengu færi en gestirnir voru líka viðbúnir, stóðu af sér storminn í byrjun og fóru þá af krafti í sínar sóknir.

ÍA 1:3 KR opna loka
90. mín. KR fær hornspyrnu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert