Ásgeir Aron rekinn frá ÍR

ÍR-ingar fagna marki.
ÍR-ingar fagna marki. mbl.is/Valgarður Gíslason

Ásgeiri Aroni Ásgeirssyni hefur verið sagt upp störfum sem þjálfara karlaliðs ÍR í knattspyrnu.

Ásgeir hóf störf hjá ÍR sem aðstoðarþjálfari haustið 2016 og gegndi hann því starfi þar til í mars á þessu ári þegar hann tók við aðalþjálfarastarfinu vegna forfalla Brynjars Þórs Gestssonar.

Jóhannes Guðlaugsson myndaði ásamt Ásgeiri þjálfarateymi meistaraflokks og tekur hann nú alfarið við starfinu.

ÍR-ingar féllu úr Inkasso-deildinni á síðasta ári og eru í 10. sæti í 2. deildinni en þeir lögðu Fjarðabyggð í gær 2:0 sem var síðasti leikur liðsins undir stjórn Ásgeirs Arons.

mbl.is