Dalvík/Reynir vann fallbaráttuslaginn

Dalvík/Reynir vann mikilvægan sigur.
Dalvík/Reynir vann mikilvægan sigur. Facebook-síða Dalvíkur/Reynis

Dalvík/Reynir fór upp um fimm sæti og upp í tíu stig með 3:2-útisigri á Kára í lokaleik sjöundu umferð 2. deildar karla í fótbolta í dag. Kári er hins vegar áfram í ellefta og næstneðsta sæti.

Kári byrjaði betur og Stefán Ómar Magnússon kom Skagaliðinu yfir á 13. mínútu. Aðeins þremur mínútum síðar skoraði Eggert Kári Karlsson sjálfsmark og jafnaði fyrir Dalvík/Reyni. 

Andri Júlíusson kom Kára aftur yfir á 22. mínútu en Snorri Eldjárn Hauksson jafnaði í 2:2 á 33. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Aðeins eitt mark var skorað í seinni hálfleik og það gerði Númi Kárason á 53. mínútu og þar við sat. 

Staðan í 2. deild eftir sjö umferðir.
Staðan í 2. deild eftir sjö umferðir. Ljósmynd/mbl.is
mbl.is