Þægilegt að koma í þetta lið

Hjörtur Hermannsson kom sterkur inn í stöðu hægri bakvarðar í …
Hjörtur Hermannsson kom sterkur inn í stöðu hægri bakvarðar í landsleikjunum gegn Albaníu og Tyrklandi en hann er miðvörður að upplagi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það hefur ekki verið mikið um það síðustu ár í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta að nýir leikmenn stimpli sig inn í byrjunarliðið. Raunar var það svo í 2:1-sigrinum á Tyrklandi í síðasta leik að byrjunarliðið var nánast það sama og í öllum leikjunum á EM 2016, með einni lítilli undantekningu og annarri stórri. Emil Hallfreðsson byrjaði leikinn, eins og hann hefur oft gert þrátt fyrir að hafa verið í varamannshlutverki á EM. Árbæingurinn Hjörtur Hermannsson lék hins vegar, flestum að óvörum, sína fyrstu tvo mótsleiki fyrir landsliðið í sigrunum á Albaníu og Tyrklandi.

„Mig hafði dreymt um þetta ótrúlega lengi,“ segir hinn 24 ára gamli Hjörtur, í sólbaði í verðskulduðu sumarfríi á Spáni. Þetta var þó kannski rökrétt næsta skref fyrir mann sem hefur verið viðloðandi landsliðið síðustu þrjú ár, á að baki 59 unglingalandsleiki, var fyrirliði U17- og U19-landsliðanna og hefur verið úti í atvinnumennsku í sjö ár eftir að hafa spilað 12 leiki fyrir sitt uppeldisfélag Fylki. Þrátt fyrir að vera miðvörður að upplagi, og leika sem slíkur hjá danska stórveldinu Bröndby, komst Hjörtur inn í byrjunarlið landsliðsins sem hægri bakvörður, á kostnað Birkis Más Sævarssonar.

Fullur stuðningur frá Birki

„Það er aldrei sjálfsagt að fá að spila fyrir landslið. Eftir alla þessa leiki með yngri landsliðunum var maður þó alltaf að bíða eftir því að vera kallaður inn í hópinn með stóru strákunum. Núna hef ég fengið að vera með þeim síðustu þrjú ár og fylgjast með öllu, og það er frábært að ná að koma inn núna og eiga góðan leik eins og liðið allt. Þá skiptir ekki máli þó að maður hafi þurft að bíða í nokkur ár eftir tækifærinu,“ segir Hjörtur, og hann er þakklátur Birki Má sem ekki hefur sýnt neina kergju vegna síns hlutskiptis:

„Það var ekki til neitt slíkt hjá Birki. Hann er að sjálfsögðu keppnismaður og ábyggilega ekki mjög ánægður með stöðuna, eftir að hafa skilað henni fáránlega vel í mörg ár og verið einn okkar stöðugasti leikmaður, en hann hefur alltaf verið mjög jákvæður í minn garð og reynt að hjálpa manni ef maður hefur einhverjar spurningar. Ég hef ekkert nema jákvætt um Birki að segja, bæði sem leikmann og persónu. Það er mjög gott þegar maður kemur inn í svona stöðu að finna að maður fái fullan stuðning og það er sú tilfinning sem ég fæ frá honum,“ segir Hjörtur, og bætir við:

Sjá má greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert