Espanyol bíður Stjörnunnar

Þórarinn Ingi Valdimarsson og félagar í Stjörnunni fá sterkan andstæðing …
Þórarinn Ingi Valdimarsson og félagar í Stjörnunni fá sterkan andstæðing komist liðið í 2. umferð. mbl.is/Hari

Stjarnan mun mæta spænska stórliðinu Espanyol í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar ef Garðbæingum tekst að slá út lið Levadia Tallinn frá Eistlandi í 1. umferðinni, en dregið var í 2. umferð nú í hádeginu.

Espanyol hafnaði í 7. sæti spænsku 1. deildarinnar í vetur, en fyrri leikurinn fer fram á Spáni. Auk Stjörnunnar voru tvö önnur íslensk lið í pottinum en dregið var í 1. umferðina í gær. Auk Stjörnunnar voru þar Breiðablik og KR en þeirra bíða talsverð ferðalög komist þau áfram í 2. umferð.

Breiðablik mætir Vaduz frá Liechtenstein í 1. umferðinni og sigurliðið mætir svo Zeta frá Svartfjallalandi eða Fehérvár frá Ungverjalandi í 2. umferð. Fyrri leikurinn fer fram á útivelli.

KR mætir Molde frá Noregi í 1. umferðinni og sigurliðið mætir svo Cukaricki frá Serbíu eða Banants frá Armeníu í 2. umferð. Fyrri leikurinn fer fram á heimavelli KR eða Molde.

Leikirnir í 2. umferð fara fram 25. júlí og 1. ágúst, heima og heiman, en leikirnir í fyrstu umferðinni fara fram 11. og 18. júlí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert