Góð fyrirheit fyrir KR?

Kennie Choppart og félagar í KR voru á toppnum eftir …
Kennie Choppart og félagar í KR voru á toppnum eftir umferðina, ekki síst vegna sigurs Kolbeins Birgis Finnssonar og Fylkismanna á Breiðabliki. mbl.is/Ómar

Þegar átta umferðum er lokið í úrvalsdeild karla í knattspyrnu er óhætt að segja að það stefni í spennandi toppbaráttu. KR-ingar unnu útisigur á spútnikliði Skagamanna og þar sem Breiðablik, sem var á toppnum fyrir umferðina, tapaði fyrir Fylki komust KR-ingar í toppsætið í fyrsta sinn í sumar með 17 stig, stigi á undan Blikum og Skagamönnum.

Það er áhugavert að skoða stöðuna nú miðað við hvernig hún var eftir átta umferðir í fyrra. Eftir hana komust Valsmenn á toppinn í fyrsta sinn það sumarið og voru einmitt aðeins stigi á undan næstu tveimur liðum, sem þá voru Breiðablik og Grindavík. Framhaldið er flestum ljóst þar sem Valsmenn urðu Íslandsmeistarar og gæti það gefið góð fyrirheit fyrir KR-inga miðað við stöðuna sem nú er uppi.

Strax má gera ráð fyrir því að hvergi megi þó misstíga sig, því á eftir toppliðunum þremur koma Fylkir, KA, FH og Stjarnan öll með 12 stig. Þau tvö síðastnefndu gerðu jafntefli sín á milli í þessari áttundu umferð, niðurstaða sem hvorugt liðið var ánægt með, sem kom í veg fyrir að þau stimpluðu sig af krafti inn í toppbaráttuna.

Í neðri hlutanum sitja ÍBV og HK í fallsætunum tveimur með fimm stig, en Íslandsmeistarar Vals spyrntu sér hressilega frá botninum með 5:1-sigri á Eyjamönnum. Það var aðeins annar sigur Vals í sumar. Öll liðin í deildinni hafa nú unnið leik eftir að Víkingur R. fagnaði sínum fyrsta sigri í sínum fyrsta leik á nýjum gervigrasvelli, 2:1 gegn HK.

Ítarlegt uppgjör eftir 8. umferð má finna á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. Þar er meðal annars finna stöðuna í M-gjöf blaðsins, lið umferðarinnar, leikmann umferðarinnar, besta unga leikmann umferðarinnar og margt fleira.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert