Skagastúlkur áfram taplausar

Helena Ólafsdóttir og lærikonur hennar í ÍA eru taplausar í …
Helena Ólafsdóttir og lærikonur hennar í ÍA eru taplausar í öðru sæti 1. deildarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

ÍA er áfram taplaust í 1. deild kvenna í knattspyrnu, Inkasso-deildinni, eftir 1:0-sigur gegn Haukum á Akranesvelli í 5. umferð deildarinnar í kvöld. Það var Sigurrós Eir Guðmundsóttir, bakvörður Hauka, sem skoraði eina mark leiksins þegar hún setti boltann í eigið net eftir hornspyrnu á 38. mínútu.

Haukar fengu tvö góð færi til þess að jafna metin undir restina og þá fékk Ólaf Sigríður Kristinsdóttir, framherji ÍA, einnig frábært færi til þess  að innsigla sigur Skagastúlkna í uppbótartíma en Chanté Sandiford í marki Hauka varði frá henni.

ÍA er áfram í öðru sæti deildarinnar, nú með 11 stig eftir fyrstu fimm leiki sína, einu stigi minna en topplið Þróttar sem á leik til góða á ÍA. Þróttur og ÍA eru einu liðin í 1. deildinni sem eru taplaus en Haukar eru í sjötta sæti deildarinnar með 6 stig og hafa tapað þremur leikjum í sumar.

mbl.is