Valdimar skaut Fjölni í efsta sætið

Fjölnir er kominn í efsta sæti Inkasso-deildar karla eftir sigur ...
Fjölnir er kominn í efsta sæti Inkasso-deildar karla eftir sigur kvöldsins. mbl.is/Árni Sæberg

Fjölnir er kominn í efsta sæti 1. deildar karla í knattspyrnu, Inkasso-deildarinnar, eftir 1:0-sigur gegn Þrótti á Eimskipsvellinum í Laugardal í kvöld.

Það var Valdimar Ingi Jónsson sem skoraði sigurmark leiksins á 58. mínútu.

Fjölnismenn eru komnir í efsta sæti deildarinnar í 16 stig eftir fyrstu átta leiki sína og er liðið með eins stigs forskot á Þór sem er með 15 stig í öðru sæti deildarinnar en Þórsarar eiga leik til góða á Fjölnismenn.

Þróttur er í sjöunda sæti deildarinnar með 10 stig eftir átta leiki, einu stigi meira en Leiknir Reykjavík sem er í áttunda sætinu, og fjórum stigum frá fallsæti.

mbl.is