Cloé Lacasse gjaldgeng í landsliðið

Cloé Lacasse með viðurkenningu sína fyrir að hafa verið efst …
Cloé Lacasse með viðurkenningu sína fyrir að hafa verið efst í M-gjöf Morgunblaðsins í fyrra. Hún er nú komin með íslenskan ríkisborgararétt. Ljósmynd/Víkurfréttir

Cloé Lacasse, leikmaður ÍBV í knattspyrnu, hlaut í gær íslenskan ríkisborgararétt og er orðin gjaldgeng í íslenska landsliðið.

Cloé er 25 ára gömul, fædd í Kanada og er á sinni fimmtu leiktíð með ÍBV. Hún er ann­ar marka­hæsti leikmaður ÍBV í efstu deild frá upp­hafi með 50 mörk. Hún varð efst í ein­kunna­gjöf Morg­un­blaðsins í fyrra og er í efsta sæti í M-gjöf­inni í ár.

196 um­sókn­ir bár­ust alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd um rík­is­borg­ara­rétt en 32 voru veitt­ir og staðfestir í lögum í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert