Teikn á lofti í Vesturbænum

Arnþór Ingi Kristinsson, Kristinn Freyr Sigurðsson og Alex Freyr Hilmarsson …
Arnþór Ingi Kristinsson, Kristinn Freyr Sigurðsson og Alex Freyr Hilmarsson í mikilli baráttu í leiknum í gær. mbl.is/Arnþór Birkisson

Reykjavíkurrisinn í Vesturbænum virðist vera að vakna á ný. Það var mikið undir á Meistaravöllum í gærkvöldi þegar Íslandsmeistararnir Valsarar heimsóttu KR-inga í Frostaskjólið í stórleik umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu.

Liðin hafa átt ólíku gengi að fagna í sumar; KR-ingar voru aðeins búnir að tapa einum af síðustu átta deildarleikjum sínum og gátu með sigri skellt sér á toppinn. Valsarar hafa aftur á móti verið í basli, tapað fimm af átta leikjum sínum til þessa.

Mikill meðbyr hefur verið í Vesturbænum í sumar eftir nokkur mögur ár en vindáttin virtist ætla að breytast í gær. Valsarar virtust ætla að koma mótinu sínu almennilega af stað með öflugum sigri eftir að þeir Kristinn Freyr Sigurðsson og Ólafur Karl Finsen komu þeim í tveggja marka forystu. KR-ingar áttu hins vegar heldur betur eftir að snúa taflinu við. Fyrirliðinn Pálmi Rafn Pálmason minnkaði muninn, Alex Freyr Hilmarsson jafnaði metin og Pablo Punyed skoraði stórglæsilegt sigurmark á 78. mínútu, sláin og inn úr aukaspyrnu til að fullkomna ótrúlega endurkomu.

KR-ingar eru því á toppnum eftir níu umferðir og virðast hreinlega vera teikn á lofti í Vesturbænum. Meistararnir eru áfram í basli.

Sjá nánari umfjöllun um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert