KR missti bráðnauðsynleg stig

Katrín Ómarsdóttir var á Akureyri í gær.
Katrín Ómarsdóttir var á Akureyri í gær. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Það voru tvö svekkt lið sem gengu af velli á Akureyri í gær þegar Þór/KA og KR gerðu 2:2 jafntefli í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu. Þór/KA spilaði ekki vel í gær en náði þrátt fyrir það að bjarga stigi þegar langt var liðið á leikinn. Fram að því benti ekkert til þess að heimaliðið næði að brjóta vörn KR á bak aftur.

KR-ingar spiluðu leikinn gríðarlega vel og var þetta án efa þeirra besta frammistaða í sumar. Katrín Ómarsdóttir spilaði frábærlega og það sama má segja um aðra sóknarleikmenn KR. Liðið skapaði sér nóg af færum til að skora og hélt boltanum vel. Það er því gríðarlega svekkjandi fyrir Vesturbæjarliðið að þessi frammistaða hafi ekki skilað sér í þremur stigum sem liðið þarf sárlega á að halda. Liðið hefur farið illa af stað í sumar og er aðeins með fjögur stig eftir sjö umferðir. Þessi frammistaða ætti að gefa góð fyrirheit fyrir komandi leiki.

Heimaliðið má vera svekkt með sína frammistöðu. Liðið fékk fín færi í fyrri hálfleik til að komast yfir en nýtti þau ekki. Jafnteflið þýðir það að Þór/KA liðinu mistekst að stytta bilið í Breiðablik og Val sem eru fyrir ofan í deildinni. Akureyrarliðið virðist ekki hafa burði til þess að taka þátt í toppbaráttunni af fullri alvöru eins og liðið hefur gert undanfarin tvö ár.

Valskonur enn með fullt hús

Það er fátt sem fær stöðvað Valskonur og eru þær enn með fullt hús stiga eftir sjö leiki og 3:1 sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í gær. Emma Kelly kom ÍBV snemma yfir, en eftir að Valur komst yfir var sigurinn þó ekki innsiglaður fyrr en með þriðja markinu rétt fyrir leikslok.

Greinina í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert