Líklegt að Gísli sé á heimleið

Samkvæmt heimildum mbl.is mun Gísli Eyjólfsson klára tímabilið með Breiðabliki.
Samkvæmt heimildum mbl.is mun Gísli Eyjólfsson klára tímabilið með Breiðabliki. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks í úrvalsdeild karla í knattspyrnu og lánsmaður hjá Mjällby í sænsku B-deildinni, er á heimleið samkvæmt heimildum mbl.is. Gísli fór til Mjällby á láni í desember á síðasta ári og skrifaði undir lánssamning við félagið út tímabilið.

Mjällby hefur farið vel af stað á þessari leiktíð og er liðið í öðru sæti sænsku B-deildarinnar með 25 stig, átta stigum minna en topplið Varbergs. BoIS. Gísli átti mjög gott tímabil með Breiðabliki á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði sjö mörk í 22 leikjum í efstu deild.

Þá var hann efstur í M-einkunnagjöf Morgunblaðsins síðasta sumar en hann hefur leikið með Breiðabliki stærstan hluta ferilsins en verið lánaður þaðan til Augnabliks, Hauka og Víkings í Ólafsvík. Gísli vildi ekki tjá sig þegar mbl.is heyrði í honum í dag en Milos Milojevic, þjálfari Mjällby, staðfesti það í samtali við fótbolta.net í gær að Gísli vildi komast aftur heim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert