Þróttur styrkti stöðuna á toppnum

Linda Líf Boama skorar fyrsta mark leiksins.
Linda Líf Boama skorar fyrsta mark leiksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þróttur styrkti stöðu sína á toppi Inkasso-deildar kvenna í fótbolta með 3:0-sigri á ÍA á heimavelli í kvöld. ÍA hefði farið upp í toppsætið með sigri, en Þróttarar voru mun sterkari. 

Linda Líf Boama kom Þrótti yfir strax á áttundu mínútu og Lauren Wade bætti við marki á 28. mínútu. Staðan í hálfleik var 2:0. Þróttur var áfram sterkari í seinni hálfleik og hin norður-írska Wade bætti við öðru marki sínu á 57. mínútu og tryggði 3:0-sigur. 

Haukar og FH mættust svo í grannaslag á Ásvöllum. Svo fór að FH hafði betur, 2:1. Haukar fengu gott tækifæri til að skora fyrsta markið á 24. mínútu en Aníta Dögg Guðmundsdóttir varði víti frá Sæunni Björnsdóttur. 

FH-ingar refsuðu og Selma Dögg Björgvinsdóttir kom gestaliðinu yfir á 42. mínútu með eina marki fyrri hálfleiks. Birta Georgsdóttir bætti við öðru marki FH á 68. mínútu, en tveimur mínútum síðar minnkaði Elín Björg Símonardóttir muninn fyrir Hauka. Nær komust Haukar hins vegar ekki. Með sigrinum fór FH upp fyrir ÍA og upp í annað sætið. 

Staðan í Inkasso-deild kvenna.
Staðan í Inkasso-deild kvenna. mbl.is
mbl.is