Heldur sigurganga Víkinga áfram?

Víkingar fagna marki gegn KA á Akureyri um síðustu helgi.
Víkingar fagna marki gegn KA á Akureyri um síðustu helgi. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Átta liða úrslitin í Mjólkurbikarkeppni karla í knattspyrnu hefjast í kvöld þegar ÍBV og Víkingur eigast við á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum þar sem flautað verður til leiks klukkan 18.

ÍBV sló ríkjandi bikarmeistara Stjörnunnar út í 32-liða úrslitunum og hafði betur gegn Fjölni í 16-liða úrslitunum. Víkingur lagði 4. deildar liðið KÁ að velli í 32-liða úrslitunum og hafði betur gegn KA í 16-liða úrslitunum þar sem úrslitin réðust í vítakeppni.

Eyjamenn, sem fögnuðu bikarmeistaratitlinum fyrir tveimur árum, sitja á botni Pepsi Max-deildarinnar þar sem þeir hafa aðeins unnið einn af níu leikjum sínum. Víkingar hafa verið að rétta úr kútnum í deildinni þar sem þeir hafa unnið tvo leiki í röð og eru í 9. sætinu. Liðin gerðu 1:1 jafntefli í deildinni í Eyjum fyrr í sumar.

Átta liða úrslitunum lýkur annað kvöld en þá eigast við FH og Grindavík, KR og Njarðvík og Breiðablik og Fylkir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert