Breiðablik samþykkir að selja Aron

Aron Bjarnason með boltann í leik með Blikum í sumar.
Aron Bjarnason með boltann í leik með Blikum í sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Breiðablik hefur samþykkt tilboð ungverska knattspyrnufélagsins Újpest í Aron Bjarnason. Aron heldur út á morgun til þess að semja um kaup og kjör við félagið, sem staðsett er í Búdapest. Gangi það eftir mun hann semja við félagið síðar í mánuðinum.

Újpest hafnaði í fimmta sæti af 12 liðum í efstu deild Ungverjalands á síðasta tímabili, en um er að ræða fornfrægt félag sem stofnað var árið 1885. Frá árinu 1905 hefur liðið aðeins leikið utan efstu deildar í eitt tímabil og leikið meðal þeirra bestu í 102 ár í röð.

Újpest hefur orðið ungverskur meistari 20 sinnum, síðast árið 1998, og unnið bikarkeppnina 10 sinnum, síðast í fyrra.

Aron er 23 ára gam­all, fjöl­hæf­ur miðju- og sókn­ar­maður, og er að spila sitt þriðja tíma­bil með Blik­um. Hann hef­ur skorað 12 mörk í 49 leikj­um með liðinu í efstu deild, þar af fjög­ur í sum­ar, en hann kom þangað frá ÍBV þar sem hann spilaði í tvö ár. Þá lék Aron áður með Fram og upp­eld­is­fé­lagi sínu Þrótti R. Hann á að baki 112 leiki í efstu deild þar sem hann hef­ur skorað 24 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert