Krossböndin eru heil hjá Guðmundu

Guðmunda Brynja Óladóttir, lengst til hægri, í leik með KR …
Guðmunda Brynja Óladóttir, lengst til hægri, í leik með KR gegn Fylki. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnukonan Guðmunda Brynja Óladóttir vonast til þess að vera orðin heil heilsu þegar lið hennar KR mætir Þór/KA í undanúrslitum Mjólkurbikarsins 20. júlí, en þetta staðfesti hún við Morgunblaðið í gær.

Guðmunda var borin af velli í 1:0-sigri KR gegn Tindastóli í átta liða úrslitum bikarkeppninnar á Meistaravöllum í lok júní og í fyrstu var óttast að hún væri með slitið krossband. „Ég fór í myndatöku í fyrradag þar sem allt leit vel út og bæði krossbönd voru heil og liðþófinn leit vel út. Ég hitti lækni í gær og mun taka því rólega á næstu dögum en markmiðið er að ná bikarleiknum,“ sagði Guðmunda við Morgunblaðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert