Miklar sögusagnir út um allan bæ

Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari FH-inga.
Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari FH-inga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfari FH var spurður út í Kristján Flóka Finnbogason í viðtali á facebook-síðu FH í dag en FH og KR hafa verið í baráttunni um að fá sóknarmanninn til liðs við sig frá norska B-deildarliðinu Start. Flest bendir til þess að KR muni hafa betur í þeirri baráttu.

„Við höfum talað við Flóka og höfum áhuga á að fá hann. Hann er gríðarlega öflugur leikmaður. Það eru miklar sögusagnir út um allan bæ. Ég veit ekki hvort það eru gróusögur. Flóki er samningsbundinn Start að því er ég best veit ennþá en hann er fengur fyrir hvaða lið sem er.

Hvort hann fari til KR eða FH get ég ekki sagt til. Flóki veit hvernig hans mál eru. Við höfum áhuga á honum og höfum sýnt honum það en svo kemur það alltaf að leikmanninum að velja,“ sagði Ólafur, sem er að undirbúa sína menn fyrir leik gegn ÍBV í Pepsi Max-deildinni sem fram fer á Hásteinsvell í Eyjum á morgun.

Sjá allt viðtalið við Ólaf þar sem hann tjáir sig líka um leikinn við ÍBV í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert