Gunnleifur samdi á 44 ára afmælisdeginum

Gunnleifur Gunnleifsson við undirritun samningsins á Kópavogsvelli í dag ásamt …
Gunnleifur Gunnleifsson við undirritun samningsins á Kópavogsvelli í dag ásamt fjölskyldu sinni, Ágústi Gylfasyni þjálfara Breiðabliks og Bjarna Bergssyni frá Breiðabliki. Ljósmynd/@Blikar_is

Gunnleifur Gunnleifsson markvörður og fyrirliði knattspyrnuliðs Breiðabliks skrifaði í dag undir nýjan samning við félagið, á 44 ára afmælisdegi sínum.

Gunnleifur hefur leikið með Breiðabliki frá árinu 2013 og er kominn í þriðja til fjórða sæti yfir leikjahæstu leikmenn Kópavogsfélagsins í efstu deild með 143 leiki. Hann hefur áður leikið með FH, HK, Keflavík og KR í deildinni og er leikjahæsti leikmaður HK í efstu deild en Gunnleifur lék fyrst á Íslandsmóti meistaraflokks árið 1994.

Þá er hann kominn í þriðja til fjórða sæti yfir leikjahæstu leikmenn efstu deildar karla á Íslandi frá upphafi, með 294 leiki, jafn Gunnari Oddssyni, en aðeins Birkir Kristinsson og Óskar Örn Hauksson eiga fleiri leiki að baki í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert