Valskonur hefndu fyrir bikartapið

Hlín Eiríksdóttir skoraði tvö mörk fyrir Val og er hér …
Hlín Eiríksdóttir skoraði tvö mörk fyrir Val og er hér í skallaeinvígi við Stephany Mayor hjá Þór/KA. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Þór/KA og Valur mættust í hörkuleik í 10. umferð Pepsi Max-deildar kvenna á Akureyri í kvöld, en leiknum lauk með 3:0-sigri Valskvenna. Þær töpuðu fyrir Þór/KA í átta liða úrslitum bikarsins á dögunum fyrir norðan og náðu því að hefna fyrir það í kvöld.

Heimakonur í Þór/KA byrjuðu leikinn betur en eftir því sem leið á varð jafnræði með liðunum. Það voru svo gestirnir í Val sem skoruðu fyrsta mark leiksins. Fanndís Friðriksdóttir skoraði þá með glæsilegu skoti eftir að boltinn barst á hana utan teigs. 

Ekki var mikið af opnum færum eftir mark gestanna en þó fengu bæði lið tækifæri á að skapa hættu við mark andstæðinganna. Staðan því 1:0 fyrir gestina í hálfleik. 

Þór/KA byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og fékk færi til þess að jafna leikinn. Þær náðu þó ekki að nýta sóknir sínar og á 74. mínútu bættu Valskonur við öðru marki sínu. Þar var á ferðinni Hlín Eiríksdóttir eftir góða sendingu frá Dóru Maríu Lárusdóttur. 

Hlín bætti svo við öðru marki sínu og þriðja marki Vals á 82. mínútu þegar hún fylgdi eftir úr teignum eftir hornspyrnu þar sem bjargað hafði verið á línu. Fleiri urðu mörkin ekki og 3:0 sigur Valskvenna staðreynd 

Eftir leikinn er Valur í efsta sæti deildarinnar með 28 stig en Þór/KA í því þriðja með 17 stig.

Þór/KA 0:3 Valur opna loka
90. mín. Fanndís Friðriksdóttir (Valur) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert