Þórhallur farinn og Rakel tekin við HK/Víkingi

Rakel Logadóttir hefur tekið við HK/Víkingi.
Rakel Logadóttir hefur tekið við HK/Víkingi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnudeild HK/Víkings hefur komist að samkomulagi við Þórhall Víkingsson um að hann láti af störfum sem þjálfari liðsins sem situr í botnsæti Pepsi Max-deildar kvenna í knattspyrnu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá HK/Víkingi í kvöld, en þar er honum þakkað fyrir góð störf í þágu félaganna og óskað velfarnaðar í því sem hann kann að taka sér fyrir hendur. Rakel Logadóttir mun stýra liðinu út tímabilið hið minnsta, en hún var Þórhalli til aðstoðar. Lára Hafliðadóttir tekur við sem aðstoðarþjálfari.

Þórhallur var á sínu öðru tímabili með HK/Víking, en hann tók við eftir að liðið tryggði sér sæti í efstu deild haustið 2017. HK/Víkingur hefur tapað þremur leikjum í röð, síðast 6:0 fyrir Þór/KA í síðustu umferð, og mætir KR á morgun. Liðið er í botnsætinu með sex stig eftir tvo sigurleiki í fyrstu átta leikjum sínum.

Þórhallur Víkingsson er hættur.
Þórhallur Víkingsson er hættur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert