Ég á fótboltanum allt að þakka

Gunnleifur Gunnleifsson.
Gunnleifur Gunnleifsson. mbl.is/Hari

Þetta er þriðja árið í röð sem það gerist og það hefur alltaf hitt þannig á að þetta er á sama tíma og Símamótið þar sem er iðulega mikil stemning, þannig að þetta er bara gaman,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson í samtali við Morgunblaðið í gær

Gunnleifur skrifaði undir nýjan eins árs samning við knattspyrnudeild Breiðabliks á sunnudaginn, þegar hann hélt upp á 44 ára afmælisdaginn.

Gunnleifur er kominn í þriðja til fjórða sæti yfir leikjahæstu leikmenn Breiðabliks í efstu deild frá upphafi með 143 leiki, er leikjahæsti leikmaður HK í deildinni með 39 leiki og þá er hann í þriðja til fjórða sæti yfir leikjahæstu leikmenn efstu deildar frá upphafi með 294 leiki. Fyrr á þessu sumri varð Gunnleifur leikjahæstur allra í deildakeppninni á Íslandi en þar hefur hann nú leikið alls 429 leiki í fjórum efstu deildunum. Hann spilar í ár sitt 25. tímabil í meistaraflokki þar sem hann lék fyrst með HK árið 1994 og í efstu deild lék hann fyrst með KR árið 1998.

„Eitt ár er bara fínt fyrir alla aðila og það gerist ekki mikið eðlilegra. Ég veit nákvæmlega að hverju ég geng hjá Breiðabliki og þeir vita nákvæmlega hvað þeir fá frá mér í staðinn. Þetta voru ekki langar samningaviðræður á milli mín og klúbbsins. Ég vil vera áfram hjá félaginu og þeir vilja halda mér þannig að þetta tók skjótt af. Mér finnst alltaf gaman að slá met og ég hef mjög gaman af allri tölfræði. Ég er rosalega stoltur af öllum þeim metum sem ég hef slegið í gegnum tíðina en það er samt ekki kveikjan að því að ég vil halda áfram að spila.“

Sjá greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »