Blikar hefðu getað skorað enn fleiri

Kristín Dís Árnadóttir lætur skotið ríða af í leiknum gegn …
Kristín Dís Árnadóttir lætur skotið ríða af í leiknum gegn ÍBV í gærkvöld. mbl.is/Arnþór Birkisson

Breiðablik lék á als oddi þegar liðið fékk ÍBV í heimsókn í tíundu umferð úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, á Kópavogsvöll í gær.

Leiknum lauk með 9:2-sigri Breiðabliks, sem er nú jafnt Val að stigum á toppi deildarinnar, en stórsigur Blika gerði það að verkum að nú munar aðeins tveimur mörkum á liðunum.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði þrennu fyrir Blika og þá skoruðu þær Agla María Albertsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir tvö mörk hvor. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir skoruðu svo sitt markið hvor en hjá ÍBV voru það þær Emma Kelly og Cloé Lacasse sem skoruðu mörkin.

Það var eins og það hefði losnað um einhverja stíflu í liði Blika því liðið sótti án afláts, allan leikinn. Mörkin hefðu hæglega getað orðið þrjátíu talsins, svo mörg voru dauðafærin. Liðinu gekk illa að nýta færin sín framan af sumri en í gær fór allt inn í fyrri hálfleik. Það var augljóst að liðið ætlaði sér að brúa bilið á Val og það kom niður á varnarleiknum eftir hlé.

Sjá allt um leikina í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert