Daníel búinn að skrifa undir í Svíþjóð

Daníel Hafsteinsson skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við …
Daníel Hafsteinsson skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við Helsingborg í dag. mbl.is//Hari

Knattspyrnumaðurinn Daníel Hafsteinsson hefur skrifað undir þriggja og hálfs árs samning við sænska úrvaldeildarliðið Helsingborg en þetta staðfesti hann í samtali við mbl.is. Daníel kemur til félagsins frá KA á Akureyri en félagaskiptin áttu sér ekki langan aðdragana.

„Eftir leikinn á móti HK í síðustu umferð fæ ég símtal fá umboðsmanni mínum sem tjáir mér að Helsingborg hafi áhuga á mér. Stuttu síðar fæ ég svo fréttir af því að KA sé búið að samþykkja tilboð í mig og eftir það gerast hlutirnir hratt,“ sagpi Daníel í samtali við mbl.is í dag.

„Ég flaug út í morgun og fór í læknisskoðun í dag sem gekk mjög vel. Ég skrifaði svo undir samning við félagið fyrir stuttu og ég á von á því að félagið muni tilkynna um félagaskiptin á næstu klukkutímum,“ sagði Daníel.

Þessi 19 ára gamli miðjumaður á að baki 48 leiki fyrir KA þar sem hann hefur gert sex mörk en hann hefur komið sögu í öllum tólf leikjum KA í Pepsi Max-deildinni í sumar þar sem hann hefur skorað eitt mark. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert