Jóhannes Karl ráðinn þjálfari KR

Jóhannes Karl Sigursteinsson er kominn aftur í þjálfun.
Jóhannes Karl Sigursteinsson er kominn aftur í þjálfun. mbl.is/Elín

Jóhannes Karl Sigursteinsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs KR í knattspyrnu og tekur hann við starfinu af Bojönu Besic sem hætti með liðið á dögunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KR í kvöld.

Jóhannes Karl þjálfaði síðast lið HK/Víkings en hætti eftir að hafa stýrt liðinu upp úr 1. deildinni og í efstu deild haustið 2017. Hann hefur einnig þjálfað meistaraflokk kvenna hjá Stjörnunni og Breiðabliki.

„Við hjá KR erum sérlega ánægð að fá Jóhannes Karl aftur til félagsins og bjóðum hann hjartanlega velkominn til starfa,“ segir í tilkynningu frá KR, en Jóhannes Karl þjálfaði á árum áður yngri flokka hjá félaginu og var aðstoðarþjálfari meistaraflokk kvenna.

mbl.is