Sviptingar í botnbaráttu

HK-ingurinn Birkir Valur Jónsson er besti ungi leikmaðurinn í 9. …
HK-ingurinn Birkir Valur Jónsson er besti ungi leikmaðurinn í 9. umferðinni. mbl.is/Hari

Staða KR-inga á toppi úrvalsdeildar karla í fótbolta styrktist enn frekar þegar níundu umferð deildarinnar lauk í fyrrakvöld, enda þótt þeir hefðu ekki verið meðal þátttakenda í þeim fjórum leikjum umferðarinnar sem leiknir voru á sunnudag og mánudag.

Skagamenn nýttu ekki tækifæri til að saxa á forskot Vesturbæinga og eru átta stigum á eftir þeim í þriðja sætinu eftir jafntefli í Grindavík, 1:1.

Fallbaráttan er hins vegar komin í enn meiri hnút eftir sigur HK á KA, 2:1, og jafnteflisleikina tvo í fyrrakvöld. KA er dottið niður í fallsæti eftir fjögur töp í röð, nokkuð sem fáir sáu í spilunum fyrir örfáum vikum, og Grindavík og Víkingur sitja í níunda og tíunda sætinu. Eyjamenn eru njörvaðir við botninn sem fyrr og þurfa orðið þriggja leikja sigurgöngu, bara til að koma sér þaðan. ÍBV er á leið í tvo útileiki, gegn Fylki og Grindavík, og ef hvorugur vinnst verður staða liðsins orðin frekar vonlítil.

Umferðin stóð yfir í mánuð

Níundu umferðinni lauk loks í fyrrakvöld, tæpum mánuði eftir að hún hófst þann 18. júní. Liðin sem eru að leika í Evrópukeppninni þessa dagana mættust innbyrðis 18. og 19. júní þegar Breiðablik vann 3:1 útisigur á Stjörnunni og KR lagði Val, 3:2, í spennutrylli í Vesturbænum. Lið 9. umferðar er að sjálfsögðu valið úr öllum sex leikjunum. Alex Freyr Hilmarsson, miðjumaður KR, fékk 2 M fyrir frammistöðuna gegn Val og er því í liði umferðarinnar, en hann er því miður úr leik fram á næsta ár eftir að hafa slitið krossband í hné tólf dögum seinna, þegar KR mætti Breiðabliki.

Sjá úrvalslið 9. umferðar í Pepsi Max-deild karla, besta leikmann umferðarinnar og besta unga leikmanninn á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert