Fallbaráttan að skýrast?

KR-ingurinn Betsy Hassett í baráttu við Þórhildi Þórhallsdóttir í leik …
KR-ingurinn Betsy Hassett í baráttu við Þórhildi Þórhallsdóttir í leik KR og HK/Víkings. mbl.is/Arnþór Birkisson

Eftir afskaplega jafna og spennandi fallbaráttu í allt sumar í efstu deild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, virðist nú vera sem helsti möguleiki Fylkis og HK/Víkings að halda sæti sínu á meðal þeirra bestu sé að komast upp fyrir ÍBV.

Þó ekki sé langt upp í KR og Keflavík virðast þau hins vegar ekki líkleg til að falla miðað við spilamennskuna undanfarið. Það er helst Stjarnan sem gæti orðið fjórða liðið í fallbaráttunni, enda ekki skorað síðan í maí en hangir enn þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Keflavík og ÍBV eru bæði tveimur stigum fyrir ofan Fylki og stigi neðar er svo HK/Víkingur. Eyjakonur eru á niðurleið eftir þrjú töp í röð og fengu á sig níu mörk gegn Blikum. Keflavík hefur hins vegar unnið þrjá af síðustu fjórum og er á uppleið. Neðstu fjögur liðin eiga eftir að mætast innbyrðis í frestuðum leikjum úr 8. umferðinni, HK/Víkingur gegn Keflavík á morgun og Fylkir gegn ÍBV í næstu viku, og tapi botnliðin þeim leikjum er staðan orðin kolsvört.

Sama sagan er hins vegar í toppbaráttunni þar sem grannt skal fylgjast með hverju marki í einvígi Vals og Breiðabliks. Eftir níu mörk Blika í umferðinni er markatala Vals nú aðeins tveimur betri sem gerir einvígið enn jafnara en áður, og nógu jafnt var það fyrir.

Sjá úrvalslið 10. umferðar í Pepsi Max-deild kvenna, besta leikmann umferðarinnar og besta unga leikmanninn á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »